Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
18.12.2008 | 23:33
Ósmekkleg og siðlaus ákvörðun. Á að pína almenning endalaust?
Hinn stórsýkta yfirstjórn Landsbankans virðist engu betri en sú fyrri, enda varla von meðan sömu aðilar eru þar við völd. Það er tímabært að þeir sem eru í viðskiptum við þennan banka hætti því nú og sýni í verki að við almenningur lætur ekki troða á sér út í það óendalega. Eða ætlar bankinn kannski líka að fella niður skuldir okkar hinna. Við látum ekki lengur ljúga að okkur og kúga. Kröfur og skuldir eru sami grautur í sömu skál. Ef þetta eru skilaboð Elínar bankastjóra og félaga, þá segi ég burt með Elínu.
Kröfur verði felldar niður að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 13:45
Hver réði þennan mann? Halda yfirvöld að það sé skortur á starfsfólki?
Það er endalaust verið að slá blautri tuskunni framan í veðurbarin andlit almennings. Það er nóg til af hæfu bankafólki í dag. Fólki sem er heiðarlegt og tengist ekki spillingiunni. Hvernig má það vera að maður sem fær dóm m.a. fyrir fjárdrátt fær gott starf í ríkisbanka landsmanna? Tryggvi notar fræga smjörklípuaðferð og segir að fólk vilji sjá blóð, hann er auðvitað sárasaklaus eins og þeir hinir. Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti. Guð hjálpi íslenskum almenningi.
Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 22:31
Velkominn- tími til kominn að fá nýja aðila inn í matvöruverslunargeirann
Íslendingar eru vanir kúgun í gegnum aldirnar. Það er á allra vitorði að Baugsveldin halda uppi matvöruverði hér á landi í skjóli fákeppni og kúgunar á heildsölum. Að halda því fram að Bónus bjóði upp á lágt verð er sorglegt. Hvar í heiminum mælist matvöruverð hæst? Hver stjórnar matvörumarkaðinum? Hverjir koma m.a. að þeim þrengingum sem þjóðin stendur í og mun þurfa að glíma við í áraraðir? Svarið er Baugsveldið með Jón Ásgeir í fararbroddi. En nei, nei, sumir eru svo ,,blindir" að þeir vilja ekki sjá sannleikann. Neytendur verða að muna að það er siðferðilega rangt að versla við spillingaraðila og það viðheldur spillingunni. Þessvegna ber að fagna tilkomu nýrra aðila.
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar