Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvernig vinnst byltingin gegn spillingunni?

Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri er í hópi fjölmargra sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem eru spilltir og siðblindir. Almenningur verður að þrýsta á að slíkir embættismenn verði látnir taka pokann sinn. Þegar byrjar að fjara undan í þeirra eigin hópi verður erfiðara fyrir  kónginn í höllinni að sita kyrr. Almenningur þarf að taka að sér það hlutverk sem stjórvöld og fjölmiðlar sinna ekki. Og það þarf að gera strategískt. Íslenskt samfélag tekst á við nýtt umhverfi og nýja tíma. Þar hafa orðin að axla ábyrgð, merkingu. Það er ekki verið að tala um að hengja bakara fyrir smið. Nei, Baldur Guðlaugsson er holdgerfingur hins gamla spillta embættiskerfis.


Fjármálaeftirlitið???

Í fréttaviðtali við Ríkissjónvarpið (9/1172008) sagði forstjóri FME, Jónas Fr. Jónsson að hann hefði metið stöðuna með Icesave reikninga Landsbankans í lagi þar sem Landsbankinn: ,,....var í raun og  veru ekki í svo slæmum málum." ??? Hvernig eru þessi vinnubrögð? Mat HANN stöðuna? Hvenig vinnur Fjármálaeftirlitið, hvernig fór þetta mat fram og hvernig stendur á því að ,,...það máttu allir vita..." hvernig var með þessa Icesave reikninga. Samkvæmt viðskiptaráðherra  hafði  það ekki borist til eyrna hans fyrr en seint í ágústmánuði. Er nema von að allt fari á kaldan klakann meðan vinnubrögðin eru svona? Þarf ekki að rannsaka vinnubrögð Jónasar og FME? Hér er hlutverk fréttafólks gríðarlega mikilvægt en því miður stendur það sig ekki allt vel í  starfinu. Á tímum sem þessum  þarf og á að spyrja, spyrja og þráspyrja og kanna málin ofan ofan í kjölinn.


Óttinn er þröskuldur sem þarf að stíga yfir

Óttinn er tærandi afl. Nú verður að upplýsa fólk og reyna að eyða ótta þess. Það verður engin uppbygging né frumkraftur sem hægt er að vinna með ef óttinn er allsráðandi.  Frásagnir frá Finnlandi eru ekki til neins annars en til að læra af þeim. Nú er tími til að hjálpast að. Stjórnvöld verða að standa sig betur í upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hvernig mun uppbyggingin fara fram? Unga kynslóðin er í hættu á að falla í gryfju eiturlyfja. Þar spilum við foreldrar stærsta hlutverkið en yfirvöld þurfa líka að koma sterkari inn með forvörnum, hertu eftirliti og harðari refsingum.

Óþarfa ferðalög og dagpeningasponslur

Það eru alveg  makalausar fréttirnar af sparnaði í ferðum hjá ráðuneytum landsins. Þær sýna og sanna  að stjórnmálamenn og embættismenn hafa verið að þvælast í óþarfa ferðir sér og sínum til skemmtunar og tekjuauka. Ef einhvern tíma hefði verfið þörf á að halda áfram ferðum ráðamanna til að reyna að bæta ímynd okkar og orðspor, er þá ekki tíminn nú? En tilmæli ráðuneytisstjórnenda segja allt sem segja þarf. Bruðl og aftur bruðl með peninga okkar almennings hefur verið látið líðast allt, allt of lengi.

Miklabraut í stokk ,,að hluta"

Gísli Marteinn borgarfulltrúi hefur séð sér fært að mæta á fund borgarstjórnar sem formaður samráðsfundar. Því miður ræður  sami gamli hugsunarhátturinn enn för. Það á ekki að afgreiða ,,allan pakkann" heldur ,,fresta" að setja áframhaldandi stokk frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi þrátt fyrir óskir íbúa Háleitishvefis. Svona ,,frestanir" og afgreiðsla mála í ,,bútum" er skammtímahugsun sem verður þegar upp er staðið miklu dýrari. Það þarf að hugsa til framtíðar og vinna hlutina í heild. Það reynist alltaf ódýrara og betra þegar upp er staðið.


Að taka og hirða og aldrei að borga til baka=mafíuviðskipti

Það er ömurlegar fréttir sem skellt er framan í almenning dag eftir dag. Er ekki komið mál að spillingunni sem hér hefur þrifist í skjóli framagosa og hóps stjórnmálamanna linni ? Hvernig er hægt að láta það viðgangast að hópur  ,,...stjórnenda og lykilstarfsmanna..." fái niðurfellingu skulda þeirra við bankann? Það skyldi þó ekki vera að eiginmaður menntamálaráðherra sé enn af þessum ,,..stjórnendum..."? Það er skylda ríkisins gagnvart þegnum sínum að það sama sé yfir alla látið ganga. Það eru að renna upp nýjir tímar og þið eigið ekki og munið ekki komast upp með þetta. Það kemur að skuldadögum!

Höfundur

Dómarinn
Dómarinn
Dómarinnn hefur skoðanir á lífinu, er dómharður og gagnrýninn en mjúkur inn við beinið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband