Kvóti og eignarhald

Kvótaumræðan er að verða háværari. Fiskútflutningur gefur góðar gjaldeyristekjur í árferði þar sem krónan er veik og allt þarf að gera til að efla tekjur landsins. EN aukning kvóta getur ekki gengið til útgerðarmanna sem gjöf. Nú er komið að þeim punkti að útgerðarmönnum sé ekki réttur kvótinn  á silfurfati. Það á að auka kvótann til þeirra báta sem skapa störf í landi, þ.e. handfæra- og dagveiðibáta, því þær veiðar nýtast  heildinni best. En viðbótarkvótinn á áfram að vera eign þjóðarinnar einsog allur fiskkvóti ætti að vera. Þegar grátkórinn hjá LÍU mun svo byrja að breima um  að þeir hafi þurft að þola skerðingar, þá er bara eitt svar við því. Já, núna þurfa allir að þola skerðingar í einhverri mynd og foréttindahópar heyra sögunni til.  Útgerðarmenn eru ekki verst staddi hópur þjóðarinnar í dag með hækkandi fiskverði og lækkandi oíuverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dómarinn
Dómarinn
Dómarinnn hefur skoðanir á lífinu, er dómharður og gagnrýninn en mjúkur inn við beinið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband