31.5.2008 | 11:43
Hvar eru börnin um helgina?
Litla ljóðið fór á vergang
flæktist inn í bloggheima
og villtist.
Hvernig kemst ég heim?
spurði það feimið.
Þú átt hvergi heima, svaraði talvan.
Þú getur alveg hangið hér.
Þú þarft ekki að þröngva þér inn í bók,
pikkaði talvan.
Verður það í lagi?
spurði ljóðið skjálfraddað.
Já já, svaraði talvan
bloggheimurinn er öllum opinn.
En lítið ljóð eins og þú þarft að fara varlega.
Af hverju? spurði ljóðið feimið.
Bloggheimar eru takmarkalausir og
það er ekki víst að neinn kæri sig um þig,
svaraði talvan með myndugleika.
Það skiptir ekki máli, hvíslaði ljóðið.
Ég læt lítið fyrir mér fara.
Mig langar bara að vera með,
sagði það af sinni alkunnu hógværð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.