30.5.2008 | 10:08
Ákall til foreldra og lögreglu
Jarðskjálftinn hreyfði bókstaflega við fólki. Þeir sem harðast fundu fyrir honum urðu fyrir áfalli. Náttúruöflin geta leitt yfir þjóðir og einstaklinga harmleiki sem fólk getur illa ráðið við. Þessvegna er mikilvægt að taka á því sem hægt er að taka á til að forðast aðra harmleiki.
Það er sagt að læknar á slysadeildinni setjist aldrei inn í bíl án þess að spenna beltin
Þeir hjóla ekki nema nota hjálm ---- Og þeir æfa ekki fótbolta
Hið síðastnefnda er kannski sett fram í tvíræðni, en fáir þekkja betur afleifingar slysa.
Það hefur bjargað lífum og limum hundruða jafnvel þúsunda Íslendinga að bílbeltanotkun er fest í lög.
Samt eru enn allt of margir lögbrjótar.
Er ekki kominn tími til ákveðnari aðgerða gegn lögbrjótum?
Notkun reiðhjólahjálma heyrir til undantekninga hjá allt of mörgum. Samt eru í fullu gildi umferðarlagareglur um að börn og unglingar undir 15 ára aldri eigi að nota hjálma.
Hlutverk foreldra er að vernda börnin og kenna þeim að fara eftir lögum og reglum. Þessvegna er það er VANRÆKSLA þegar foreldrar eru afskiptalausir gagnvart því að börnin brjóta umferðarlagareglur.
Vonandi þarf jörðin ekki að skjálfa undir fótum okkar til að við tökum við okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.