Þetta á ekki að líðast

Eitt best varðveitta leyndarmál allt of margra barna er hryllingurinn sem á sér stað í skólum og utan þeirra. Þessi hryllingur er oft ,,ósýnilegur”.

Einelti verður ekki lýst með orðum. Einelti eru illar, andstyggilegar og hræðilegar gjörðir fólks sem nefndir eru gerendur.

Einelti gefur til kynna að gerandinn eigi við vanda að glíma, vanda sem hann lætur bitna á tilteknum þolanda sem getur verið hver sem er.

Einelti er samfélagsvandamál sem sópað er undir teppið.

Hver er stefna stjórnvalda? Er hún til?

Hvað verja stjórnvöld miklum fjármunum til samtaka einsog Regnbogabarna?

Svarið er 0 krónur.

Þegar börn eru lögð í einelti þurfa þau annaðhvort að flytja á milli skóla eða láta pyntingarnar yfir sig ganga með öllu því sem því fylgir ævilangt, en gerandinn er kyrr.

Að barn þurfi að flýja skóla er óásættanlegt og óeðlilegt. Það bendir til að skólayfirvöld og foreldrar séu ekki strarfi sínu vaxin.

Einelti á ekki að líðast. Þegar einelti kemst upp á að taka á því strax, af festu og ákveðni. Það þarf að setja í gang ákveðið ferli og það þarf að leita ALLRA leiða til að stöðva pyntingarnar. Gerandinn á að fá alvarlega áminningu sem allt starfsfólk skólans þarf að vita um. Ef það dugar ekki eiga foreldrar að axla ábyrgð.

Það er þó dapurleg staðreynd að allt of oft svara foreldrar eða forráðamenn geranda ekki kalli skóla. Hvað heitir það? VANRÆKSLA.

Þá er bara eitt til ráða. Það á að hafa samband við Barnaverndaryfirvöld og tilkynna vanræksluna. Þetta er það ,,ráð” sem skólinn hefur þegar foreldrar sinna ekki uppeldishlutverkinu. Það er skylda skólayfirvalda að fylgja þessu eftir því hlutverk þeirra er líka að vernda börnin. ÖLL BÖRN, ekki síður þolendur en gerendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

Ég er alveg sammála þessu.

Lovísa , 29.5.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dómarinn
Dómarinn
Dómarinnn hefur skoðanir á lífinu, er dómharður og gagnrýninn en mjúkur inn við beinið.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband