27.5.2008 | 08:37
Öfundin er hættulegt afl
Það er svo makalaust hvað öfundssýki og eiginhagsmunasemi fær miklu áokað.
Fyrir nokkrum árum var sumarfrí kennara og nemenda lengra en það er í dag. Það þótti háværum hópi fólks ómögulegt. Kennarar voru í þeirra hópi forréttindahópur sem fékk allt of löng frí. Þessi hópur sem fólk öfundaðist út í er sama fólkið og ver lunganum úr deginum með börnunum okkar. Nei takk þetta var nú allt of gott.
En í stað þess að fagna með kennurum yfir sæmilegu sumarfríi sem reyndar var nú ekki svo langt þegar allt kom til alls, þá stóðu upp öfundarhópar og níddu skóinn af þeim. Hjá venjulegum siðmenntuðum þjóðum hefði þetta ,,sumarfrí valdið ánægju, því það hefði gefið öðrum stéttum tækifæri til að þrýsta á vinnumarkaðinn um styttri vinnuviku og að taka tillit til þarfa fjölskyldufólks.
Ó, nei nei nei. Það hvarflaði ekki að hópnum sem blindaðist af öfund.
Svo nú er þannig komið að skólaár grunnskólabarna byrjar uppúr 20. ágúst og lýkur um 10. júní. Þökk sé öfundarseggjunum.
Og hverju hefur þetta skilað? Eru börnin betur menntuð, standa þau sig betur en áður? Því miður, svarið er nei. Hvernig verður með þau börn sem hafa fengið lengri skóladag og lengra skólaár en við fullorðna fólkið höfum nokkurn tíma þekkt?
Mun það verða spennandi kostur fyri þau að fara í langskólanám, hefur skólanám orðið meira spennandi fyrir vikið?
Hvernig þætti okkur fullorðnum að tekin yrði einhliða ákvörðun um lengingu vinnuvikunnar nú þegar ,,kreppa gegnur yfir?
Það er ljóst að flestir foreldrar þurfa að vinna á sumarmánuðum. Hefði ekki verið nær lagi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða þeim börnum sem þess þurfa tómstundarstarf við hæfi? Nei, enginn hugsaði út í það. Hvað segir það okkur? Það segir að áhuginn á lífi barnanna mætti vera meiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.