Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.12.2008 | 23:33
Ósmekkleg og siðlaus ákvörðun. Á að pína almenning endalaust?
Hinn stórsýkta yfirstjórn Landsbankans virðist engu betri en sú fyrri, enda varla von meðan sömu aðilar eru þar við völd. Það er tímabært að þeir sem eru í viðskiptum við þennan banka hætti því nú og sýni í verki að við almenningur lætur ekki troða á sér út í það óendalega. Eða ætlar bankinn kannski líka að fella niður skuldir okkar hinna. Við látum ekki lengur ljúga að okkur og kúga. Kröfur og skuldir eru sami grautur í sömu skál. Ef þetta eru skilaboð Elínar bankastjóra og félaga, þá segi ég burt með Elínu.
Kröfur verði felldar niður að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 13:45
Hver réði þennan mann? Halda yfirvöld að það sé skortur á starfsfólki?
Það er endalaust verið að slá blautri tuskunni framan í veðurbarin andlit almennings. Það er nóg til af hæfu bankafólki í dag. Fólki sem er heiðarlegt og tengist ekki spillingiunni. Hvernig má það vera að maður sem fær dóm m.a. fyrir fjárdrátt fær gott starf í ríkisbanka landsmanna? Tryggvi notar fræga smjörklípuaðferð og segir að fólk vilji sjá blóð, hann er auðvitað sárasaklaus eins og þeir hinir. Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti. Guð hjálpi íslenskum almenningi.
Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 22:31
Velkominn- tími til kominn að fá nýja aðila inn í matvöruverslunargeirann
Íslendingar eru vanir kúgun í gegnum aldirnar. Það er á allra vitorði að Baugsveldin halda uppi matvöruverði hér á landi í skjóli fákeppni og kúgunar á heildsölum. Að halda því fram að Bónus bjóði upp á lágt verð er sorglegt. Hvar í heiminum mælist matvöruverð hæst? Hver stjórnar matvörumarkaðinum? Hverjir koma m.a. að þeim þrengingum sem þjóðin stendur í og mun þurfa að glíma við í áraraðir? Svarið er Baugsveldið með Jón Ásgeir í fararbroddi. En nei, nei, sumir eru svo ,,blindir" að þeir vilja ekki sjá sannleikann. Neytendur verða að muna að það er siðferðilega rangt að versla við spillingaraðila og það viðheldur spillingunni. Þessvegna ber að fagna tilkomu nýrra aðila.
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 10:37
Hvernig vinnst byltingin gegn spillingunni?
Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri er í hópi fjölmargra sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem eru spilltir og siðblindir. Almenningur verður að þrýsta á að slíkir embættismenn verði látnir taka pokann sinn. Þegar byrjar að fjara undan í þeirra eigin hópi verður erfiðara fyrir kónginn í höllinni að sita kyrr. Almenningur þarf að taka að sér það hlutverk sem stjórvöld og fjölmiðlar sinna ekki. Og það þarf að gera strategískt. Íslenskt samfélag tekst á við nýtt umhverfi og nýja tíma. Þar hafa orðin að axla ábyrgð, merkingu. Það er ekki verið að tala um að hengja bakara fyrir smið. Nei, Baldur Guðlaugsson er holdgerfingur hins gamla spillta embættiskerfis.
10.11.2008 | 09:05
Fjármálaeftirlitið???
Í fréttaviðtali við Ríkissjónvarpið (9/1172008) sagði forstjóri FME, Jónas Fr. Jónsson að hann hefði metið stöðuna með Icesave reikninga Landsbankans í lagi þar sem Landsbankinn: ,,....var í raun og veru ekki í svo slæmum málum." ??? Hvernig eru þessi vinnubrögð? Mat HANN stöðuna? Hvenig vinnur Fjármálaeftirlitið, hvernig fór þetta mat fram og hvernig stendur á því að ,,...það máttu allir vita..." hvernig var með þessa Icesave reikninga. Samkvæmt viðskiptaráðherra hafði það ekki borist til eyrna hans fyrr en seint í ágústmánuði. Er nema von að allt fari á kaldan klakann meðan vinnubrögðin eru svona? Þarf ekki að rannsaka vinnubrögð Jónasar og FME? Hér er hlutverk fréttafólks gríðarlega mikilvægt en því miður stendur það sig ekki allt vel í starfinu. Á tímum sem þessum þarf og á að spyrja, spyrja og þráspyrja og kanna málin ofan ofan í kjölinn.
7.11.2008 | 13:41
Óttinn er þröskuldur sem þarf að stíga yfir
7.11.2008 | 11:01
Óþarfa ferðalög og dagpeningasponslur
6.11.2008 | 08:56
Miklabraut í stokk ,,að hluta"
Gísli Marteinn borgarfulltrúi hefur séð sér fært að mæta á fund borgarstjórnar sem formaður samráðsfundar. Því miður ræður sami gamli hugsunarhátturinn enn för. Það á ekki að afgreiða ,,allan pakkann" heldur ,,fresta" að setja áframhaldandi stokk frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi þrátt fyrir óskir íbúa Háleitishvefis. Svona ,,frestanir" og afgreiðsla mála í ,,bútum" er skammtímahugsun sem verður þegar upp er staðið miklu dýrari. Það þarf að hugsa til framtíðar og vinna hlutina í heild. Það reynist alltaf ódýrara og betra þegar upp er staðið.
4.11.2008 | 09:18
Að taka og hirða og aldrei að borga til baka=mafíuviðskipti
30.10.2008 | 14:47
Ber er hver að baki nema sér flokksbróður eigi
Björn Bjarnason er trúlega einn vanhæfasti dómsmálaráðherra sem sögur fara af. Varðandi náin tengsl þeirra manna sem starfa við rannsókn á aðdragana bankamálsins við þá sem rannsakaðir munu verða segir Björn ...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni. Með öðrum orðum segir Björn að það sé allt í þessu fína að menn rannsaki mál þar sem við sögu koma nánir ættingar og fjölskylda svo framarlega sem Björn hefur velþóknun á þeim mönnum. Björn vinnur þannig beint gegn því að embættismenn axli siðferðilega skyldu. Annaðhvort veit ráðherrann ekki hvað orðið siðferði merkir eða hann er siðlaus. Hvort er illskárra? Eftir Birni er haft að ,,Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim." mbl.is 30/10/2008. Menn eiga samkvæmt þessu að ákvarða sjálfir hvort þeir eru hæfir eða vanhæfir. Guð hjálpi oss. Hver kaus eiginlega þennan mann? Valtýr Sigurðsson segir að hann og Bogi Nilsson séu bara að safna gögnum á frumstigi. Með öðrum orðum að safna sönnunargögnum í máli sem snýr að þeirra eigin fjölskyldu.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar